Staðreynd 3- Lady sings the blues- Oggolítill óður til Billie

stadreynd3-2transperantstadreynd3

Populus Tremula, Akureyri Video/söng innsetning

Verkið er í ætt við eldra verk mitt í Verksmiðjunni og nýtti ég tökuvél á svipaðan hátt í enda rýmisins og ferðaðis frá tökuvélinni, aftur að veggnum og svo til baka þar til eingöngu hendur mínar voru á skjánum. Ég raulaði 2 lög Billie Holiday og kallaði verkið “Staðreynd 3… Lady sings the blues… oggolítill óður til Billie” en staðurinn er þekktur tónlistarstaður og mig hafði lengi langað til að flytja lögin hennar Billie með strákunum í Populus bandinu en ég hef iðulega sungið bakraddir með þeim.

Ég raulaði eftir minni og reyndi að ná sama ástandi og þegar maður raular fyrir sjálfan sig og lagfærði ekkert. Verkið sýndi ég svo á sama vegg og í upptökunni og varð verkið eins og framhald af rýminu. Í verkinu kemur fram ákveðin þrá og tregi sem birtist í því að syngja ein fyrir sjálfa mig á tónleikastað.