Staðreynd 8-… Erling

Staðreynd 8-… Erling
Hlynur Helgason segir um verkið:
Hér gefst áhorfendum kostur á að njóta nýrrar Staðreyndar Örnu Valsdóttur, þeirrar áttundu í röðinni. Þetta eru allt verk sem eiga það sameiginlegt að vera söng-gjörningar gerðir þar sem verkin eru upphaflega sýnd. Nú er staðurinn gullsmíðaverkstæði Erlings Jóhannessonar í Aðalstræti 10. Verkið er í þetta sinnið tvíleikið. Í fyrra skiptið birtist Arna fyrir framan listasmiðinn og leikur sér að smíðisgripum hans fyrir framan kvikmyndavélina. Sú mynd sést á skjánum bak við seinni leikinn, þar sem hendur Örnu birtast stórar fremst í fletinum og leika með sömu munina, á meðan smiðurinn smíðar í bakgrunni, með fyrri útgáfu leiksins sér við hlið. Áhorfandinn horfir á gullsmiðinn þrefaldan, í reynd, og á skjá í skjá, tvöfaldan leik Örnu með munina, og sönginn sem tónar tvisvar við sjálfan sig. Ef áhorfandinn tekur áskoruninni, og handleikur raunverulegu hlutina fremst í rýminu, þá bætir hann sér inn í myndina — það má víst ekki bjóða honum að taka undir sönginn?

Local Fact-… Erling
Here the public has the opportunity to enjoy the eighth instance of the Local fact-series by established Icelandic artist Arna Valsdóttir. These works are all sung performances made on the site of their original screening. This time the place is the shop of goldsmith Erlingur Johannesson in Reykjavík. The present work is a dual performance. In the first instance Arna appears in front of the goldsmith playing with his jewelry in front of the camera. In the second instance that image can be seen on screen in the background of Arna’s hands appearing close in the foreground, playing with the same objects, while the goldsmiths toils in the background, with the earlier version beside him. The viewer sees the goldsmith in triplicate, actually and on screen on screen, as well as the double play of Arna with the jewelry, and the song in a double reverb. If the viewer accepts the invitation to handle the objects in front of him, then he as well becomes part of the picture—and might he perchance be tempted to join in the song?
By Hlynur Helgason

Video document

Erling-document from Arna Valsdottir on Vimeo.

A fragment of the video