Staðreynd 4- frá rótum

stadreynd4

stadreynd4-2transperant

Flóra , Akureyri
Video/söng innsetning

Þann 17. júni 2011 vann ég verkið “Staðreynd 4… frá rótum…” í Flóru á Akureyri. Ég vann með þá hugsun að reyna að fanga það fyrsta sem kæmi í huga minn við að koma inn í rýmið. Í Fóru varð ég meðvituð um að rýmið liggur að kirkjubrekkunni á Akureyri og vildi því vinna með mold.

Þjóðlagið “Ljósið kemur langt og mjótt” kom í huga minn og notaði ég það í verkið. Ég vildi skapa þá tilfinningu að gangur væri opnaður inn í brekkuna og gerði 2 gjöringa þar sem ég annarsvegar gekk í rými Flóru og hinsvegar í torfbænum að Laufási. Þessu skeytti ég svo saman þannig að það varð eins og ég brytist frá fortíð inn í nútíð eða inn í Flóru.

Í verkunum mínum leyfi ég því viðkvæma og brothætta að koma fram og sennilega er það þráin eftir því að viðurkenna tilveruna eins og hún birtist manni sem er undirliggjandi tónn í þeim öllum.

 

My shadow documenting the video/song installation interacts with the piece.

Staðreynd 4-document from Arna Valsdottir on Vimeo.