Staðreynd 5- brotabrot- oggolítill óður til kviksjárinnar
Menningarmiðstöðin Gerðuberg, R-vík Video innsetning
Staðreyndin er sú að þegar ég fór að huga að Gerðubergi leituðu gamlar minningar mig uppi en ég hef á tímabilum, frá 1990, starfað í Gagn og Gaman listsmiðjum Gerðubergs. Á Vetrarhátíð árið 2009 setti ég svo upp Lífræna kviksjá, verk sem ég hafði ferðast með á milli staða frá árinu 2005 og boðið gestum og gangandi að gerast þátttakendur í.
Videoverk unnið í Kviksjánni varð að lokum sú staðreynd sem ég setti fram í Gerðubergi, sem er jú líka svolítið eins og kviksjá, ólíkum brotum er púslað saman í merkingarbæra heild.
Þegar ég vann verkið lokaði ég mig af með kviksjánni sem ég setti upp og leyfði mér njóta þess að velta hlutum á milli handa mér og gleyma mér við það að horfa á þær myndir sem skapast. Þetta verður einskonar handadans, eða mantra og hefur mjög dáleiðandi og kannski heilandi áhrif á þann sem framkvæmir.
A fragment from the Human Kaleidoscope
A fragment from the Human Kaleidoscope
kviksja_2 from Arna Valsdottir on Vimeo.