Staðreynd 4- frá rótum

Staðreynd 4- frá rótum

Staðreynd 4- frá rótum

stadreynd4

stadreynd4-2transperant

Flóra , Akureyri
Video/söng innsetning

Þann 17. júni 2011 vann ég verkið “Staðreynd 4… frá rótum…” í Flóru á Akureyri. Ég vann með þá hugsun að reyna að fanga það fyrsta sem kæmi í huga minn við að koma inn í rýmið. Í Fóru varð ég meðvituð um að rýmið liggur að kirkjubrekkunni á Akureyri og vildi því vinna með mold.

Þjóðlagið “Ljósið kemur langt og mjótt” kom í huga minn og notaði ég það í verkið. Ég vildi skapa þá tilfinningu að gangur væri opnaður inn í brekkuna og gerði 2 gjöringa þar sem ég annarsvegar gekk í rými Flóru og hinsvegar í torfbænum að Laufási. Þessu skeytti ég svo saman þannig að það varð eins og ég brytist frá fortíð inn í nútíð eða inn í Flóru.

Í verkunum mínum leyfi ég því viðkvæma og brothætta að koma fram og sennilega er það þráin eftir því að viðurkenna tilveruna eins og hún birtist manni sem er undirliggjandi tónn í þeim öllum.

 

My shadow documenting the video/song installation interacts with the piece.

Staðreynd 4-document from Arna Valsdottir on Vimeo.

Staðreynd 3- Lady sings the blues- Oggolítill óður til Billie

Staðreynd 3- Lady sings the blues- Oggolítill óður til Billie

Staðreynd 3- Lady sings the blues- Oggolítill óður til Billie

stadreynd3-2transperantstadreynd3

Populus Tremula, Akureyri Video/söng innsetning

Verkið er í ætt við eldra verk mitt í Verksmiðjunni og nýtti ég tökuvél á svipaðan hátt í enda rýmisins og ferðaðis frá tökuvélinni, aftur að veggnum og svo til baka þar til eingöngu hendur mínar voru á skjánum. Ég raulaði 2 lög Billie Holiday og kallaði verkið “Staðreynd 3… Lady sings the blues… oggolítill óður til Billie” en staðurinn er þekktur tónlistarstaður og mig hafði lengi langað til að flytja lögin hennar Billie með strákunum í Populus bandinu en ég hef iðulega sungið bakraddir með þeim.

Ég raulaði eftir minni og reyndi að ná sama ástandi og þegar maður raular fyrir sjálfan sig og lagfærði ekkert. Verkið sýndi ég svo á sama vegg og í upptökunni og varð verkið eins og framhald af rýminu. Í verkinu kemur fram ákveðin þrá og tregi sem birtist í því að syngja ein fyrir sjálfa mig á tónleikastað.