Himmel uber Berlin

Himmel uber Berlin

Himmel uber Berlin

himmeluberberlin1

Glóbal-Lókal, Listasafnið á Akureyri

Tengingar listamanna við 150 ára Akureyri Video/söng innsetning

Verkið vann ég út frá þeirri staðreynd að himininn er Glóbal og í tilinum visa ég í þekkta kvikmynd Wim Wenders. Hlynur Helgason segir um verkið:

Titill verks Örnu vísar á þann hátt í þrá og drauma mannskepnunnar, nokkuð sem tónar vel með stemmingu verksins sjálfs. Í verkinu fer Arna með áhorfandann í flugferð, ekki yfir Berlín, heldur yfir Akureyri þar sem hún beinir sjónum að himninum fyrir utan og ofan flugvélina á meðan hún sönglar fyrir munni sér lagið „Take Me to the Moon“.Tilfinningin sem vaknar við áhorf og hlustun verksins er sérkennileg. Einhverskonar þrá er þungamiðjan, þrá eftir einhverju víðara hærra og meira. Hlynur vísar að lokum í Íkarus og segir að lokum:

Það er á þessum slóðum sem Arna er að ferðast þegar hún yfirgefur jörðina, sem í þessu tilfelli er lókal samhengið, og leitar upp í himinninn -til þess eins að snerta hann – allt umlykjandi, glóbal -til tunglsins hér-um-bil.

Preview from original video – 2.16 min
Himmel-preview from Arna Valsdottir on Vimeo.

Document from installation
Himmel-document from Arna Valsdottir on Vimeo.

Staðreynd 5- brotabrot- oggolítill óður til kviksjárinnar

Staðreynd 5- brotabrot- oggolítill óður til kviksjárinnar

Staðreynd 5- brotabrot- oggolítill óður til kviksjárinnar

stadreynd5 stadreynd5-2

Menningarmiðstöðin Gerðuberg, R-vík Video innsetning

Staðreyndin er sú að þegar ég fór að huga að Gerðubergi leituðu gamlar minningar mig uppi en ég hef á tímabilum, frá 1990, starfað í Gagn og Gaman listsmiðjum Gerðubergs. Á Vetrarhátíð árið 2009 setti ég svo upp Lífræna kviksjá, verk sem ég hafði ferðast með á milli staða frá árinu 2005 og boðið gestum og gangandi að gerast þátttakendur í.

Videoverk unnið í Kviksjánni varð að lokum sú staðreynd sem ég setti fram í Gerðubergi, sem er jú líka svolítið eins og kviksjá, ólíkum brotum er púslað saman í merkingarbæra heild.

Þegar ég vann verkið lokaði ég mig af með kviksjánni sem ég setti upp og leyfði mér njóta þess að velta hlutum á milli handa mér og gleyma mér við það að horfa á þær myndir sem skapast. Þetta verður einskonar handadans, eða mantra og hefur mjög dáleiðandi og kannski heilandi áhrif á þann sem framkvæmir.

A fragment from the Human Kaleidoscope

A fragment from the Human Kaleidoscope

kviksja_2 from Arna Valsdottir on Vimeo.