Human Kaleidoscope – Lífræn Kviksjá

Á árunum 2003 – 2008 ferðaðist ég um á milli margvíslegra sýningarstaða með gagnvirkt verk sem ég kallaði ” Lífræn kviksjá” eða “Human kaleidoscope”. Verkið byggir á því að setja upp einfaldan tæknibúnaðí tilteknu rými og gefa áhporfandanum færi á að leika sér með eigin birtingarmynd og skapa myndir í rýmið. Ég skapa sama umhverfi og er inni í kviksjánni eða kaleidoscopinu sem maður lék sér með sem barn nema hvað ég þen það upp í stærra rými sem manneskjan getur gengið inn í og verður hún þá um leið ögnin sem breytir þeirri mynd sem við sjáum. Lífræna kviksjáin er ferlisverk og breytist og þróast eftir því hvaða rými hún mætir. Ég setti hana upphaflega upp í Ketilhúsinu á Akureyri en einnig í Nýlistasafninu, í Hafnarfjarðarleikhúsinu, í Garðskagavita. Ég setti hana einnig upp í skólum víða um land, á ráðstefnum og á heimili fyrir
einstaklinga með Alzheimer í Hollandi. Hvert rými sem kviksjáim mætir gefur  verkinu nýtt form og ég sé það frá nýjum og oft óvæntum sjónarhornum. Það myndast einhverskonar sjálfssefjun þegar maður leikur sér í kviksjánni og það hefur verið mjög
áhugavert fyrir  mig að fylgjast með ólíkum einstaklingum á öllum aldri gleyma sér í henni.

Brot úr Lífrænni Kviksjá – Bjartir dagar 2005 – Hafnarfjarðarleikhúsið

Bjartir dagar-document 2005 from Arna Valsdottir on Vimeo.